Einkennilegt er að fylgjast með þögn annarra miðla en Morgunblaðsins um undirskriftasöfnunina kjosum.is sem snýst um að hvetja til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave III. Enginn þarf að efast um stuðning minn við þann málstað. Þótt þögn ríki um söfnun undirskriftanna hafa um 10.000 manns þegar skráð nafn sitt undir áskorun um að þjóðin eigi síðasta orðið um Icesave III.