miðvikudagur, 23. febrúar 2011

Statistics Finland; Unemployment rate 8.2 per cent in January

8,2 prósent atvinnuleysi í Finnlandi í janúar

Atvinnuástand í Finnlandi hefur aldrei jafnað sig eftir hrunið og ESB inngöngu landsins í kjölfarið. Atvinnuleysi hefur verið mikið og strangt allar götur frá 1993.
Hagstofa Finnlands: Unemployment rate and trend of unemployment rate 1989/01 – 2011/01

According to Statistics Finland’s Labour Force Survey, the number of unemployed persons in January was 215,000, which is 35,000 lower than one year ago. At 8.2 per cent, the unemployment rate was 1.4 percentage points lower than one year earlier. There were 43,000 more employed persons than in January of the previous year.

Krækja: Statistics Finland - Labour force survey:


2009: Mesti efnahagssamdráttur í Finnlandi síðan 1918

Landsframleiðsla Finnlands féll um hvorki meira né minna en 7,8% (leiðréttar tölur hagstofunnar segja 8%) á árinu 2009 í heild. Þetta er mesta hrun í landsframleiðslu Finnlands á einu ári frá því að mælingar hófust árið 1975. Í frægu finnsku kreppunni 1991-1993, þegar Finnland upplifði erfiða bankakreppu samhliða hruni Sovétríkjanna, þá féll landsframleiðsla Finnlands "aðeins" um 6% á árinu 1991, þegar verst lét. Til að fá fram tölur um svipað hrun og varð á árinu 2008-2009, þá þurfa Finnar að leita aftur til áranna 1917-1918. Það er víst óþarft að segja frá því hér að mynt Finnlands heitir og er því miður evra myntbandalags Evrópusambandsins. En ég segi það samt, já einu sinni enn.

Útflutningur Finnlands hrundi alls um 24% frá 2008-2009, fjárfestingar hrundu um 13%, innflutningur hrundi um 22% og einkaneysla féll um 2,1%. Rekstrarafkoma fyrirtækja hrundi um 39%. Þau greiddu því 44% minna í skatta og greiddu út 34% minna í arð; Hagstofa Finnlands