föstudagur, 25. febrúar 2011

Samfylkingar fólk lofsyngur ESB með innantómum tölfræðirunum; Evrópuvaktin

Evrópuvaktin skrifar um hina heiðarlegu og "upplýstu umræðu" Samfylkingarmanna:

Þá fór Anna Margrét með gamla rullu um styrk til Finna að sögn Sigmundar Ernis og nefndi þá 300 milljónir evra til sögunnar á sjö árum gegn sambærilegri fjárhæð frá finnskum stjórnvöldum. Þessar tölur segja að sjálfsögðu ekkert annað en um það sem gildir í Finnlandi þar sem aðstæður eru allt aðrar og erfiðari en hér landi. Þá segir Sigmundur Ernir:

„Svo er rúsínan í evrópska pylsuendanum þessi: Finnski samningurinn við ESB um jaðarsvæði færir þeim röska 5 milljarða evra styrk til harðbýlla svæða norðan 62. breiddargráðu. Til viðbótar við allt hitt sem að ofan greinir

Krækja: Samfylkingarfólk lofsyngur ESB með innantómum tölfræðirunum

PS: Finnland hefur aldrei fengið neina fjármuni frá Evrópusambandinu öll árin sem það hefur verið í því, nema árið 2000 en þá fékk landið 45,52 miljónir evra nettó-greiddar frá ESB eða sem svarar til 8,8 evrur á mann eða 0,03 prósent af landsframleiðslu Finnlands. Frá árinu 1995 til 2009 hefur Evrópusambandsaðildin kostað Finnland 4,361 miljarða evrur, eða 692 miljarða íslenskar krónur. Þessi upphæð mun fara hratt hækkandi.

Hér er greiðslujöfnuður Finnlands við Evrópusambandið


Mynd: nettójöfnuður Finnlands gagnvart Evrópusambandinu frá 1995 til 2009

Það er tékkneski hagfræðingurinn Petr Mach, sem er fyrrverandi efnahagslegur ráðgjafi forseta Tékklands sem tekið hefur saman tölurnar og ná þær yfir öll lönd Evrópusambandsins og allar greiðslur til og frá löndunum öll árin. Hér er heimasíða Petr Mach og hér er hægt að skoða samsvarandi tölur fyrir öll lönd ESB frá upphafi: www.money-go-round.eu

Krækja: Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar flytur ræðu á Alþingi Íslendinga