föstudagur, 18. febrúar 2011

Is the Fed Printing Money? - Real Time Economics - WSJ



Margir segja að seðlabanki Bandaríkjanna sé að prenta peninga. En er það nú alveg rétt?


Þetta með að U.S Federal Reserve sé að prenta peninga er ekki "alveg" rétt. Peningamagn í umferð hefur ekki aukist. Dollarar í umferð núna í fjármálakerfinu eru jafn margir og áður. Hins vegar hefur the Fed notað vald sitt til að kaupa pappíra og búið til fjármuni til þeirra verka og sem er mótframlag til þess þurrks sem ríkir vegna hættu á verðhjöðnun sem orsakast af skorti á fjárfestingum sem prívat geirinn þorir ekki að inna af hendi við núverandi aðstæður. Þ.e.a.s prívat geirinn þorir ekki að sinna hlutverki sínu við þessar aðstæður í kjölfar hrunsins sem bankarnir stóðu fyrir.

En þeir fjármunir (til pappírskaupa) eru ekki í umferð frekar en rétturinn til að búa til peninga út úr hinu bláa lofti er það á tímum venjulegs árferðis. Svo eru pappírarnir seldir aftur og þeir fjármunir sótthreinsaðir út úr kerfinu aftur því þeir eru ekki og hafa aldrei verið til staðar í fjármálakerfinu (þeir sátu í vörslu seðlabankans)

Ef the Federal Reserve hefði ekki sinnt þessu hlutverki sínu af svona miklu hugrekki og kostgæfni þá væri heimurinn slökktur núna, og súpueldhús á götuhornum sæju þorra fólks fyrir fæðu - við kertaljós.