Fréttablaðið og Ríkissjónvarpið sögðu ekki frá könnuninni. Þó varðar könnunin helsta fréttaefni vikunnar, afgreiðslu Alþingis á frumvarpi um ábyrgð ríkissjóðs Íslands á útgjöldum Breta og Hollendinga vegna þrots einkabanka haustið 2008. Tugþúsundir óska þess nú að málið fari í almenna atkvæðagreiðslu. Svo kemur viðhorfskönnun sem sýnir að hugur margra stendur til þess að málið verði einmitt útkljáð með þjóðaratkvæðagreiðslu. Og Fréttablaðið og Ríkissjónvarpið telja það ekki eiga erindi við lesendur eða áhorfendur.
Krækja: Andríki - Vefþjóðviljinn
Krækja: Andríki - Vefþjóðviljinn