fimmtudagur, 24. febrúar 2011

Andríki - Vefþjóðviljinn - Fimmtudagur 24. febrúar 2011 - Áhættumat og áhættustýring

"Tryggvi Þór Herbertsson alþingismaður var gestur síðdegis á Útvarpi Sögu í gær. Þar fræddi hann hlustendur um girnilegan innmat í eignasafni þrotahús Landsbankans. Mátti víða sjá bílstjóra sleikja út um í síðdegistraffíkinni þegar þegar lýsingar á þessum kræsingum bárust í viðtæki þeirra. Tryggvi telur að eignir þrotabúsins séu svo traustar að einungis muni falla 47 þúsund milljónir króna (í erlendri mynt) á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Þá spurðu stjórnendur þáttarins hvort Bretum og Hollendingum hefði ekki verið boðið að hirða eignasafnið og fá eingreiðslu upp á 47 þúsund milljónir króna frá Íslendingum.

Jú þeim var boðið það, svaraði Tryggvi. En þeir höfnuðu því vegna þess að þeir kærðu sig ekki um áhættuna sem í því felst!"

Krækja:Andríki - Vefþjóðviljinn